Talfræðingurinn er fagtímarit sem gefið er út af Félagi talmeinafræðinga á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa greinar sem birtar voru í tölublaði Talfræðingsins frá 2023.

Hægt er að nálgast flest útgefin eintök Talfræðingsins rafrænt hér.

Stutt greinargerð um tvö nýleg íslensk málþroskapróf

Gera verður þá kröfu að börn sem þurfa á þjónustu talmeinafræðings að halda séu metin af sanngirni með próftækjum sem búa yfir traustum próffræðilegum eiginleikum, þ.e. að þau séu stöðluð á stóru úrtaki barna og séu bæði áreiðanleg og réttmæt.

Stutt greinargerð um tvö nýleg íslensk málþroskapróf

Samantekt úr greininni Íslenskukunnátta tvítyngdra barna: Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna

Markmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar var að leggja nákvæmt mat á íslenskukunnáttu tvítyngdra barna við lok leikskóla.

Samantekt úr greininni Íslenskukunnátta tvítyngdra barna- Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna

Af hverju læra börn ekki íslensku í íslenskum leikskólum?

Til þess að læra að tala þurfa börn fyrst og fremst mikið og gott mállegt ílag og tækifæri til þess að eiga samræður við jafnaldra svo og eldri börn og fullorðna sem geta haft fyrir þeim flóknari orðaforða og setningagerðir en þau sjálf hafa á valdi sínu.

Af hverju læra börn ekki íslensku í íslenskum leikskólum_ Umfjöllun frá sjónarhóli talmeinafræðirannsókna

Meistaraverkefni talmeinafræðinga 2020-2022

Störf talmeinafræðinga á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Stofnunin aflar og miðlar þekkingu um fatlanir og þroskafrávik auk þess að taka þátt í rannsóknum og veita fræðslu um helstu íhlutunarleiðir. Klínísk starfsemi fer fram á þremur sviðum; Yngri barna sviði, Eldri barna sviði og Langtímaeftirfylgd (Ráðgjafar- og greiningarstöð, 2022).

Störf talmeinafræðinga á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Starf talmeinafræðings á BUGL

Stór hluti barna sem glíma við hegðunar- og tilfinningalega erfiðleika eru með undirliggjandi málþroskavanda. Þau börn þurfa á greiningu og meðferð talmeinafræðings að halda, þá sérstaklega ef þau greinast með alvarlega málþroskaröskun.

Starf talmeinafræðings á BUGL

Störf talmeinafræðinga á miðstöðvum Reykjavíkurborgar

Talmeinafræðingar á miðstöðvum borgarinnar hafa í gegnum árin lagt metnað sinn í að fá til sín talmeinafræðinema í starfsnám ásamt því að sinna handleiðslu nýútskrifaðra talmeinafræðinga.

Störf talmeinafræðinga á miðstöðvum Reykjavíkurborgar

Börn og tjáskiptatölvur

Mikilvægt er að tölvan og forritið sé löguð að barninu t.d. varðandi stærð mynda, val á orðaforða og uppsetningu.

Börn og tjáskiptatölvur

Kveikjum neistann – þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja

Haustið 2021 hófst verkefnið Kveikjumneistann í GrunnskólaVestmannaeyja. Um 10 ára þróunar- og rannsóknarverkefni er að ræða með heildstæða nálgun á skólastarfið. Skipulagi skóladagsins er breytt, það einfaldað og settir á sérstakir þjálfunartímar þar sem skipt er í hópa út frá færni.

Kveikjum neistann – Þróunarverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja

Hvernig getum við stutt við grunnskólanemendur sem glíma við erfiðleika í vinnsluminni

Rannsóknir hafa sýnt að 10-15% nemenda glíma við vinnsluminniserfiðleika, en aðeins lítill hluti þeirra fær slíka greiningu (Holmes, Gathercole og Dunning, 2010; Alloway og Alloway, 2015).

Hvernig getum við stutt við grunnskólanemendur sem glíma við erfiðleika í vinnsluminni_

Þróunarverkefni í leikskólum

Hugmynd að þróunarverkefninu varð til árið 2014 þegar greinarhöfundur starfaði með starfsfólki leikskólans Akraseli á Akranesi. Í framhaldi af skilafundi með sérkennslustjóra og talmeinafræðingi vegna ungs barns með alvarleg málþroskafrávik á þessum tíma varð til hugmynd um að innleiða og þróa verkefni sem styrkti starfsfólk leikskólans í að vinna markvissar með ung börn með frávik í málþroska. Í framhaldi af þeirri vinnu varð til bókin: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna (Ásthildur Bj. Snorradóttir o.fl., 2014).

Þróunarverkefni í leikskólum – Snemmtæk íhlutun í málþroska og læsi leikskólabarna

Viðtal við heiðursfélaga Félags talmeinafræðinga á Íslandi

Tilurð þess að Friðrik fór í talmeinafræðinám segir hann vera hálfgerða tilviljun.

Viðtal við heiðursfélaga Félags talmeinafræðinga á Íslandi

Orðaleikur

Flest börn tileinka sér grunnorðaforða móðurmálsins án beinnar kennslu en börn sem læra íslensku sem annað mál vantar oft hluta af grunnorðaforðanum í íslensku því þau læra orðin heima á sínu móðurmáli en heyra þau sjaldan eða ekki á íslensku.

Orðaleikur

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka – fjölskynja kennsluaðferð við lestrarkennslu

Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar og ólíkar. Það er mikilvægt að kennarinn sé öruggur með sína lestraraðferð, því þá er hún líklegri til að skila árangri.

Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka Fjölskynja kennsluaðferð við lestrarkennslu

Skynúrvinnsluerfiðleikar og röskun á einhverfurófi – hvað kemur það talmeinafræðingum við?

Erfiðleikar við úrvinnslu skynáreita eru algengir fylgikvillar raskana á einhverfurófi og tilurð þeirra erfiðleika er eitt af fáu sem einhverf börn eiga flest sammerkt.

Skynúrvinnsluerfiðleikar og röskun á einhverfurófi Hvað kemur það talmeinafræðingum við_

Talþjálfun unglinga með málþroskaröskun DLD

Hugsa má um málþroska eins og turn þar sem undirstöðurnar ráða því hversu stöðugt mannvirkið er. Neðst í turninum er það sem lærist fyrst, svo sem samþætting skynfæra, umhverfið sem hvert og eitt fæðist inn í og hvernig það umhverfi bregst við manneskjunni.

Talþjálfun unglinga með málþroskaröskun DLD

Ákominn lestrarvandi

Í nútímasamfélagi reynir mikið á lestur í daglegu lífi. Fréttir, leiðbeiningar um ýmis mál, skáldsögur, formleg bréf og persónuleg skilaboð eru dæmi um ritað mál sem við getum átt von á að rekast á daglega. Lestur heldur okkur upplýstum, kennir okkur nýja hluti, veitir ný sjónarhorn og styrkir félagsleg tengsl.

Ákominn lestrarvandi

Málörvunarstundir – lengi býr að fyrstu gerð

Málvísindamenn sem hafa rannsakað tungumálið hafa skipt sér í nokkrar fylkingar. Háværustu fylkingarnar eru þeir sem trúa því að tungumálið sé meðfæddur hæfileiki og erfist og þeir sem trúa því að tungumálið þróist út frá umhverfisáhrifum.

Málörvunarstundir – Lengi býr að fyrstu gerð