Kjaramál Félags talmeinafræðinga á Íslandi skiptast aðallega í tvennt, kjaramál launþega annars vegar og verktaka eða sjálfstætt starfandi hins vegar.

Innan FTÍ er starfandi samninganefnd sem semur við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu talmeinafræðinga á stofum utan stofnana fyrir einstaklinga sem eru sjúkratryggðir. Í nefndinni eru fjórir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi. Upplýsingar um nefndarmenn fá finna hér.

Á aðalfundi eru kosnir tveir tengiliðir við stjórn og samninganefnd Fræðagarðs. Fræðagarður er aðili að Bandalagi Háskólamanna á Íslandi. Hlutverk tengiliða er að koma sjónarmiðum og kröfum talmeinafræðinga til stjórnar Fræðagarðs og kynna fyrir talmeinafræðingum sem eru í Fræðagarði innihald kjarasamninga og stofnanasamninga Fræðagarðs við ríki og sveitarfélög. Upplýsingar um tengiliði má finna hér.

Til  hliðar er að finna frekari upplýsingar fyrir launþega og verktaka.