Á Facebook eru starfandi nokkrir íslenskir hópar sem eru hugsaðir fyrir talmeinafræðinga. Einnig eru fjölmargir erlendir hópar virkir á Facebook.

Félag talmeinafræðinga á Íslandi – er hugsaður sem vettvangur stjórnar félagsins og félagsmanna til að vera í tengslum við hvort annað.

Orðabanki talmeinafræðinga – er hugsaður sem vettvangur fyrir gangvirk samskipti á milli talmeinafræðinga um þýðingu íðorða, íðorðasmíð og fl.

Talmeinafræðingar í Fræðagarði – er vettvangur fyrir talmeinafræðinga í Fræðagarði til að ræða saman um aðstöðu sína, kjör og samninga.

Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar – er vettvangur fyrir talmeinafræðinga sem starfa skv. rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands til að vera í tengslum við hvort annað.

Talmeinafræðingar og AAC – hópur fyrir talmeinafræðinga sem vinna með og/eða hafa faglegan áhuga á óhefðbundnum tjáskiptaleiðum.

Smáforrit í talþjálfun – er vettvangur fyrir talmeinafræðinga sem vilja deila reynslu sinni af smáforritum sem þeir nota í talþjálfun.

 

Á Twitter má finna umræður um málefni sem tengjast máli og tali. Áhugasömum er m.a. bent á kassamerkin #slPeeps, #WeSpeechies, #schoolslp, #MedicalSLP, #PreschoolSLP þar sem hægt er að fylgjast með og taka þátt í umræðum.

 

Á Pinterest er hægt að finna síður með upplýsingum tengdum talmeinafræði. M.a. má benda á síðu Amerísku samtaka heyrnar- og talmeinafræðinga, einnig eru fjölmargir einkaaðilar á Pinterest sem deila áhugaverðu efni sem tengist faginu.