Lög Félags talmeinafræðinga á Íslandi

 

1. gr.

Heiti félagsins

Félagið heitir Félag talmeinafræðinga á Íslandi.

Skammstöfun FTÍ.

 

2. gr.

Markmið félagsins

Félagið skal sameina alla talmeinafræðinga sem rétt hafa til inngöngu í félagið, sbr. 3. gr., fylgja eftir hagsmunum félagsmanna og efla samtök og samheldni þeirra á milli.

Félagið skal leita samvinnu við erlend félög sambærilegra starfshópa.

Félagið skal standa fyrir fræðslu- og kynningarstarfsemi meðal félagsmanna.

Félagið hefur ekki afskipti af stjórnmálum.

 

3. gr.

Meðlimir félagsins.

Rétt til inngöngu í félagið hafa allir talmeinafræðingar sem félagið viðurkennir sem slíka.

Umsókn um aðild í félagið skal senda stjórn þess og fylgja umsókninni prófskírteini/ réttindaviðurkenning frá skóla með viðurkenndri námsbraut í talmeinafræði. Þeir talmeinafræðingar sem uppfylla inntökuskilyrði og eru starfandi hér á landi, geta gerst félagar í FTÍ.

Nemar í talmeinafræðum geta sótt um aðild í félagið.

Heiðursfélagar verða kosnir með einróma samþykki stjórnar FTÍ og skal kjör heiðursfélaga tilkynnt á aðalfundi annað hvert ár.

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og send stjórn félagsins fyrir áramót.

 

4. gr.

Fjármál félagsins.

Árgjald er ákveðið á aðalfundi og skal innheimt í maí. Hluti af árgjaldi fer í Kjarasjóð FTÍ en úr honum er úthlutað til aðila í Samninganefnd félagsins. Greiðsluhluti af árgjaldi er sömuleiðis ákveðinn á aðalfundi.

Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald sitt fyrir aðalfund, þrátt fyrir ítrekun, fellur hann af félagaskrá.

Þeir félagsmenn, sem náð hafa eftirlaunaaldri og hafa lokið störfum greiða ekkert félagsgjald nema þeir óski. Þeir halda kosningarétti og öðrum réttindum en eru ekki áskrifendur að erlendum tímaritum.

Félagar í FTÍ sem dvelja erlendis ½ ár eða lengur, greiða ½ félagsgjald ef þeir óska eftir því.

Nemar í talmeinafræði greiði ½ félagsgjald. Þeir hafa ekki kosningarétt og eru ekki áskrifendur að erlendum tímaritum.

Tíu prósent af árgjaldi fellur í ferðasjóð sem félagar geta sótt um styrk úr til að komast á stjórnar- og félagsfundi sem haldnir eru utan þeirra búsvæðis.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningar skulu vera komnir í hendur skoðunarmanns reikninga 7 dögum fyrir aðalfund.

Formaður fær greiddar 50.000.- á mánuði í 10 mánuði fyrir störf sín, samtals 500.000.- gegn framvísun reiknings til félagsins. Samkomulag verður á milli formanns og stjórnar hvort greiðslum verði háttað mánaðarlega eða um verði að ræða eingreiðslu að loknu starfsári.

 

5. gr.

Stjórn félagsins.

Stjórnina skipa 5 einstaklingar, formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur. Jafnframt skulu kosnir tveir varamenn í stjórn og tveir skoðunarmenn reikninga félagsins.

Formaður er kosinn til tveggja ára í senn og getur setið  hámarki þrjú kjörtímabil samfleytt (sex ár).   Æskilegt er  formaður hafi reynslu af stjórnar– og/eða nefndarstörfum innan félagsinsRitari,   gjaldkeri og meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára í sennVaramenn og skoðunarmenn reikninga  eru kosnir til eins árs í senn.

Stjórnin er kosin á aðalfundi.

6. gr.

Fundir félagsins.

Félagsstjórn skal sjá um að minnst þrír fundir séu haldnir á starfsárinu. Einnig skal boða fund í félaginu ef minnst fimm félagsmanna óska þess skriflega og tilgreina fundarefni. Almenna fundi og aðalfund skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara miðað við dagsetningu tölvupósts og eru þeir lögmætir ef löglega er til þeirra boðað. Aðalfund FTÍ skal halda sem næst 11. september ár hvert. Boða skal til hans með tveggja vikna fyrirvara. Hann telst löglegur sé löglega til hans boðað. Aukafund má halda ef stjórnin álítur þess þörf eða ef  ¼ atkvæðabærra manna krefst þess. Um aukaaðalfund gilda sömu ákvæði og um aðalfund. Tillögur um lagabreytingar skulu vera komnar í hendur stjórnar ekki síðar en þremur vikum fyrir aðalfund og skal þeirra getið í fundarboði.

 

7 gr.

Störf aðalfundar.

Fundarsetning.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður félagsins flytur skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.

Gjaldkeri félagsins leggur fram og skýrir endurskoðaða reikning félagsins.

Ritnefnd greinir frá útgáfu Talfræðingsins.

Aðrar nefndir skýra frá starfsemi sinni.

Lagabreytingar ef fyrir hendi eru.

Stjórnarkosning skv. 5. grein. Óski formaður, ritari eða gjaldkeri eftir lausn frá störfum á miðju kjörtímabili, tekur annar meðstjórnenda sæti hans fram að næsta aðalfundi.

Kosið starfandi nefndir skv. fylgiskjali 1 „Starfandi nefndir innan FTÍ“.

Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna.

Önnur mál.

Fundarslit.

 

8 gr.

Atkvæðagreiðsla.

Lagabreytingar þurfa að samþykkjast með ¾ hluta atkvæða, aðrar tillögur hljóta samþykkt með einföldum meirihluta atkvæða. Allar kosningar séu bundnar og fari fram leynilega séu fleiri en einn í kjöri og gildir einfaldur meirihluti. Séu atkvæði jöfn skal kosið að nýju í bundinni kosningu og fáist þá ekki úrslit skal hlutkesti ráða.

 

9. gr.

Stjórnarfundir og ákvarðanir.

Stjórnarfundi boðar formaður þegar hann eða meirihluti stjórnarinnar telur nauðsynlegt. Ákvarðanir stjórnarinnar öðlast gildi með einföldum meirihluta, þó að undanteknum þeim málum sem heyra undir 3. gr., 4. lið, en þá verður öll stjórnin að vera mætt á fundi. Annars eru stjórnarfundir löglegir ef minnst þrír stjórnarmeðlimir eru mættir.

 

10. gr.

Endurmenntun

Aðalfundur skipar tveir félagsmenn í fræðslunefnd. Þeir eru skipaðir til tveggja ára í senn. Fræðslunefnd sér um að halda tvö námskeið árlega.

 

11. gr.

Stjórnin fylgist með launamálum félagsmanna og skal styðja félaga eftir megni í deilumálum sem upp kunna að koma við launagreiðslur.

 

12. gr.

Félaginu er stjórnað eftir lögum þessum og ákvörðunum aðalfundar.

 

13. gr.

Brot á lögum þessum geta varðað brottvísun úr félaginu.

 

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins þ. 16.9.2023.