Ísland er aðili að Norrænni samráðsnefnd talmeina- og raddfræðinga (Nordisk Samarbejdsråd for Logopedi og Foniatri, NSLF) ásamt Audiologopædisk Forening (ALF, Danmörk), Foreningen af Universitetsuddannede Audiologopaeder (FUA, Danmörk), Foreningen af tale-hørelærere i folkeskolen (FHTF, Danmörk), Svensk Förening för Foniatri och Logopedi (SFFL, Svíþjóð), Svenska Logopedförbundet (Slof, Svíþjóð) og Norsk logopedlag (NLL, Noregur).
NSLF á sér langa sögu, var áður nokkuð virkur vettvangur fagmanna og gaf þá út tímarit. Í seinni tíð hefur NSLF eingöngu staðið fyrir upplýsingafund um 1x á ári þar sem formenn aðildafélaga ræða saman og skiptast á upplýsingum um stöðu sína og félagsins. Fundir eru haldnir í tengslum við ráðstefnu ALF sem haldin er á hverju vori á Nyborg Strand á Fjóni.
Félag talmeinafræðinga á Íslandi er meðlimur í Evrópuráði talmeinafræðinga, CPLOL. CPLOL stendur fyrir Comité Permanent de Liaison des Orthophonistes / Logopedes de l’Union Européenne en heimaland CPLOL er einmitt Frakkland. CPLOL var stofnað árið 1988 af fulltrúm frá 9 Evrópulöndum, en árið 2014 voru aðildafélögin orðin 35 frá 32 löndum. Hvert aðildafélag sendir tvo fulltrúa á vinnufundi sem haldnir eru tvisvar sinnum á ári. Innan CPLOL starfa tvær meginnefndir, ein sem fjallar um fagleg málefni (Professional Practice Committee) og önnur sem fjallar um menntunarmál (Education committee). Innan þessara nefnda starfa smærri vinnuhópar. Hvert land á einn fulltrúa í hvorri nefnd. Auk þessa er kosið í fimm manna stjórn og fastar nefndir til þriggja ára í senn. CPLOL stendur að auki að alþjóðlegri ráðstefnu á þriggja ára fresti.
Þórunn Halldórsdóttir og Þóra Másdóttir eru fulltrúar FTÍ í CPLOL. Á aðalfundi í maí 2016 var Þóra Másdóttir kosin í stjórn sem formaður nefndar um menntamál.
Nánar má fræðast um störf CPLOL á heimasíðu þeirra.
Hér má sjá skýrslu um NetQues verkefnið sem laut að athugun á stöðu menntunar í talmeinafræðum í aðildarlöndunum.
Hér má finna fréttabréf CPLOL sem gefið er út 2x á ári.
Félag talmeinafræðinga á Íslandi er meðlimur í International Association of Logopedics and Phoniatrics, IALP. IALP eru alheimssamtök fagfólks og fræðimanna sem koma að tjáskiptum, rödd, talmeinafræði, heyrnarfræði og kyngingu. IALP var stofnað árið 1924 í Vín í Austuríki. IALP hefur gefið út tímarit frá því árið 1947 Folia Phoniatrica et Logopaedica, (áður Folia Phoniatrica). Tólf nefndir eru starfandi innan IALP sem snúa að ýmsum fagmálum. IALP heldur ráðstefnur annað hvert ár.
Nánari upplýsingar um IALP má sjá hér.
Félag talmeinafræðinga á Íslandi er meðlimur í alþjóðlegu átaki um tjáskipti sem kallast International Communication Project 2014 (ICP 2014). Um er að ræða átak sem var þróað í samvinnu félaga talmeinafræðinga í Ameríku, Kanada, Írlandi, Bretlandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu.
Tilgangur átaksins er að vekja athygli á mikilvægi tjáskiptafærni í lífsgæðum og áhrif tjáskiptaskerðingar á möguleika einstaklinga til að taka þátt í samfélaginu. Færni og möguleiki til tjáskipta eru grunnmannréttindi og því vilja þau félög sem taka þátt í átakinu ýta undir að fólk með tjáskiptaröskun hafi aðgang að þeim stuðningi sem þeir þurfa til að eiga í samskiptum við sitt umhverfi og nýta sína hæfileika að fullnustu.
Sjá nánar um átakið á heimasíðu ICP 2014.
Yfirlýsing um mannréttindi til tjáskipta á íslensku