Mánudagur, 10. March 2014 – 21:30
Málþing um fjöltyngi og fjölmenningu verður haldið á vegum Félags talmeinafræðinga á Íslandi og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Málþingið verður haldið föstudaginn 28. mars 2014, kl. 13 – 16 á Hannesarholti, Grundarstíg 10.
Tilefnið málþingsins er Evrópudagur talmeinafræðinga en yfirskrift dagsins í ár er Ólík tungumál, ólík menning, sömu boðskipti.
Fyrirlesarar verða Elín Þöll Þórðardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Tinna Sigurðardóttir og Nicole Leigh Mosty.
Frú Vigdís Finnbogadóttir setur málþingið.
Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu en þeir eru beðnir um að skrá þátttöku sína hjá talmein@talmein.is