Stjórn Málefnis boðar til umræðufundar þann. 26. september milli kl. 19:30 og 21:30 í Norðlingaskóla, Árvaði 3 110 Reykjavík. Fundinum er ætlað að vera vettvangur fyrir foreldra/forráðamenn barna og ungmenna með málþroskafrávik til að koma á framfæri upplifun sinni á þeirri þjónustu sem sveitafélög og ríki veita börnum þeirra. Rekumst við foreldrar á veggi í kerfinu sitt í hvoru lagi? Hvað má bæta í þjónustunni og hvað er vel gert?

Í skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun sem unnin var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið kom í ljós að þegar þjónusta við börn með málþroskafrávik var metin að talsvert bar á milli í svörum fulltrúa sveitafélaga annars vegar og foreldra hinsvegar, þar sem fulltrúar sveitafélaga töldu þennan málaflokk í góðum farvegi hjá sér en foreldrar upplifðu þjónustuna ófullnægjandi.

Fyrirliggjandi er þingsályktunartillaga http://www.althingi.is/altext/140/s/1342.html um úrbætur á málefnum barna og ungmenna með málþroskafrávik. Stjórn Máleflis vill með þessum fundi taka saman upplifun foreldra af þjónustu við börnin og nota hana til að þrýsta enn betur á úrbætur á þessu sviði.

Dagskrá fundarins:

19:30 – 19:40 Kynning á Málefi

19:40 – 20:00 Kynning á skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal-og málþroskafrávik.     http://www.althingi.is/altext/140/s/pdf/1088.pdf

20:00 – 20:20 Léttar veitingar

20:20 – 20:50 Hópavinna þar sem við berum saman bækur okkar

20:50 – 21:15 Niðurstöður hópavinnu teknar saman

21:15 – 21:30 Orðið laust.)

Við hvetjum fólk til að gefa sér tíma til að mæta á fundinn og með því taka þátt í að stuðla að betri þjónustu við börn og ungmenni sem glíma við frávik í málþroska.

Stjórn Máleflis