Dagur málþroskaröskunar DLD er er í dag 17. október 2025, en hann er haldinn 3. föstudag í október ár hvert.  Í ár er yfirskrift dagsins:  Þú sérð ekki DLD.  Ýmis félagasamtök og stofnanir nota tækifærið til að auka vitund um málþroskaröskun DLD með ýmis konar fræðsluefni á samfélagsmiðlum. Málefli, sem eru hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun, halda úti heimasíðu og Facebook síðu með ýmsum fróðleik um málþroskaröskun hægt er að mæla með. Þá er vert að benda á upplýsingar um málþroskaröskun á Heilsuveru