Hugmynd að þróunarverkefninu varð til árið 2014 þegar greinarhöfundur starfaði með starfsfólki leikskólans Akraseli á Akranesi. Í framhaldi af skilafundi með sérkennslustjóra og talmeinafræðingi vegna ungs barns með alvarleg málþroskafrávik á þessum tíma varð til hugmynd um að innleiða og þróa verkefni sem styrkti starfsfólk leikskólans í að vinna markvissar með ung börn með frávik í málþroska. Í framhaldi af þeirri vinnu varð til bókin: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna (Ásthildur Bj. Snorradóttir o.fl., 2014).
Þróunarverkefni í leikskólum – Snemmtæk íhlutun í málþroska og læsi leikskólabarna