Handleiðsla
Eitt af skilyrðum fyrir útgáfu starfsleyfis frá Landlæknisembættinu er að starfa í 6 mánuði undir handleiðslu reynds talmeinafræðings. Þeir sem hafa útskrifast úr námi í talmeinafræði þurfa sjálfir að leita sér að að talmeinafræðing sem er tilbúinn að taka að sér handleiðslu.
Sjúkratryggingar Íslands gera eingöngu samninga við einstaklinga með starfsleyfi. Hins vegar geta sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar „leigt/lánað“ einingarnar sínar, innheimt reikninga til SÍ og síðan greitt þeim sem vinna undir handleiðslu þeirra verktakagreiðslur gegn reikningi, enda bera þeir ábyrgð á þeirri greiningu og meðferð sem veitt er. Sveitarfélag og stofnanir geta ráðið einstaklinga til starfa áður en starfsleyfi er en ekki er leyfilegt að nota titilinn talmeinafræðingur fyrr en starfsleyfi hefur verið gefið út. Í stað þess er notast við titilinn MS í talmeinafræði við undirskrift.
Hér má finna dæmi um samning á milli þess sem handleiðir og þess sem handleiddur er. Um er að ræða dæmi sem mælt er með að sé útfært eftir þörfum og aðstæðum hvers og eins.
Handleiðslusamningur fyrir starf á stofnun
Handleiðslusamningur fyrir sjálfstæðan rekstur
Hlutverk nýútskrifaðs talmeinafræðings í handleiðslu
Staðfesting á handleiðslu
Hér er eyðublað sem leiðbeinendur geta fyllt út til að staðfesta tímabil handleiðslu. Athugið að á heimasíðu Landlæknis er umsóknareyðublað um starfsréttindin. Þetta eyðublað sem hér er, þarf að fylgja með því til staðfestingar að viðkomandi hafi lokið 6 mánaða handleiðslutímabili.
Staðfesting leiðbeinenda á verklegri þjálfun-með umsókn til Landlæknis