Hér koma upplýsingar um hinar ýmsu ráðstefnur innan fagsins sem haldnar eru reglulega.

Dönsku samtök talmeina- og heyrnarfræðinga (ALF) halda árlega endurmenntunarráðstefnu á Nyborg Strand á Fjóni. Ráðstefnan er alltaf vel sótt af fagfólki sem kemur af öllum Norðurlöndunum enda góðir fyrirlestrar og af bæði innlendum og erlendum fræðimönnum. Hefð er fyrir því að formenn norrænu fagfélagana haldi sinn árlega fund á þessum tíma. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ALF.

Evrópuráð talmeinafræðinga heldur ráðstefnu á þriggja ára fresti og er breytilegt í hvaða borg innan Evrópu ráðstefnan er haldin. Það er misjafnt milli ráðstefna hvert þemað er en markmiðið er að evrópskir talmeinafræðingar hafi vettvang til að deila faglegri þekkingu og rannsóknum. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu CPLOL.

Alþjóðleg samtök talmeinafræðinga (IALP) halda ráðstefnu á þriggja ára fresti. Þar koma saman fræðimenn frá öllum heiminum og er fjallað um allt sem viðkemur tjáskiptum, rödd, talmeinum, heyrnarfræði og kyngingu. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu IALP.