Verktakar sjá um eigin launa- og skattamál. Þeir sem starfa sjálfstætt á eigin kennitölu eða reka fyrirtæki skulu tilkynna um það til launagreiðandaskrár og standa skil af iðgjöldum. Hér má finna upplýsingar um iðgjaldaskil. Verktakar greiða sjálfir í lífeyrissjóð sem launamenn og atvinnurekendur. Á heimasíðu Bandalags Háskólamanna (BHM) er reiknivél sem sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar geta notað til að reikna mánaðarlaun fyrir skatt miðað við verktakasamning.

Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar taka að sér verk m.a. fyrir einstaklinga, stofnanir og sveitarfélög. Einnig mega talmeinafræðingar sem uppfylla ákveðnar faglegar lágmarkskröfur reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Talmeinafræðingar geta óskað eftir að gerast aðilar að rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands.  Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands og í rammasamningi talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands frá 1. júlí 2016