Á dögunum kom út bókin Orð eru ævintýri en hún er samstarfsverkefni þriggja talmeinafræðinga, Miðju máls og læsis (MML), tveggja leikskóla og Menntamálastofnunar (MMS), sem einnig gefur bókina út.
Orð eru ævintýri er myndaorðabók, sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla þannig orðaforða. Bókin hefur verið þýdd á nokkur tungumál og er aðgengileg á rafrænu formi á heimasíðu MMS (www.mms.is). Bókin verður gjöf til allra þriggja og fjögurra ára barna á Íslandi og verður spennandi að fylgjast með hvernig bókin nýtist.
Börn á leikskólanum Laugasól tóku við fyrstu eintökum bókarinnar.