Vel heppnaður aðalfundur félagsins var haldinn 16. september sl. á Nauthóli. Fundurinn var einstaklega vel sóttur en 73 félagar voru á fundinum. Boðið var upp á hádegisverð fyrir fundinn. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði og gekk mjög vel. Harpa Stefánsdóttir stýrði fundinum að kostgæfni og Sigríður Ásta Vigfúsdóttir og Silja Jóhannsdóttir sáu um fundarritun. Formaður fór yfir ársskýrslu og gjaldkeri lagði fram rekstrarreikning sem var samþykktur af fundinum. Árgjald helst óbreytt. Stjórnin lagði fram nokkrar lagabreytingar sem voru allar samþykktar að einni undanskilinni. Hægt verður að kynna sér breytingarnar í fundargerð sem verður aðgengileg félögum bráðlega. 

17 talmeinafræðingar fengu starfsleyfi á árinu og voru þeir sem mættir voru leystir út með smá gjöf og hressilegu lófaklappi. 

Birta Kristín Hjálmarsdóttir fór yfir störf ritnefndar fyrir hönd nefndarinnar og sköpuðust umræður um útgáfu blaðsins. Margir voru á því að blaðið ætti að vera rafrænt og aðgengilegt öllum. 

Stjórnarkosning fór fram og var kosið fyrir tvo varamenn sem gengu úr stjórn. Ég vil þakka Brynju Björgvinsdóttur og Ernu Þráinsdóttur fyrir sín störf síðustu tvö starfsár. Heiða Sigurjónsdóttir og Egill Magnússon buðu sig fram og voru þau kosin með einróma samþykki fundarins.  Kosið var í nefndir og gekk vel að skipa þær fyrir næsta starfsár. 

Helst ber að nefna að ný fræðslunefnd var kosin en Jóhanna Einarsdóttir, Þóra Sæunn Úlfsdóttir og Hjördís Hafsteinsdóttur buði sig fram og fengu einróma kosningu. Bryndís Guðmundsdóttir á Reykjalundi bauð sig fram sem annan fulltrúa fyrir hönd FTÍ í ESLA samtökunum. Hún situr með Mörtu Eydal sem heldur áfram. 

Anna Ósk Sigurðardóttir, Þórunn Hanna Halldórsdóttir, Ingunn Högnadóttir og Sigríður Arndís Þórðardóttir munu skipa 6. mars nefndina komandi starfsár sem er einkar ánægjulegt. Ritnefndina í ár skipar flottu hópur en það eru þær Ingibjörg Rúnarsdóttir, Anna Lísa Benediktsdóttir og Kirstín Lára Halldórsdóttir. Sonja Magnúsdóttir tók við sem vefstjóri og Sædís Dúadóttir Landmark sem samfélagsmiðlastjóri. 

Aðrar nefndir haldast óbreyttar. 

Ingibjörg Símonardóttir var titluð heiðursfélagi þetta árið og var heiðruð með gjafabréfi og blómum. Félagið þakkar Ingibjörgu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og stéttarinnar. 

Helga Thors kom upp og minnti á handleiðsluna og mikilvægi þess að stéttin taki að sér nema í starfsnám. 

Ösp Vilberg formaður Máleflis var með kynningu á fundinum. Mikill vilji er að styrkja böndin á milli félaganna tveggja. Málefli er 14 ára í dag. Margt sem hefur áunnist á þessum tíma sem félagið hefur verið starfrækt. Málefli gaf fundargestum stílabækur, penna og nafnspjöld sem talmeinafræðingar geta dreift áfram til foreldra. Foreldri í félaginu kom og sagði frá sinni upplifun að því að eiga barn með málþroskaröskun. 

Samninganefnd var með ánægjulega tilkynningu á fundinum en samningur um hækkun á einingaverði náðist við Sjúkratryggingar Íslands á dögunum sem mun ganga í gegn nk. mánaðarmót. Talmeinafræðingar á samningi eiga einnig von afturvirkum greiðslum frá 1. apríl 2023. 

Fyrir hönd stjórnar þá vil ég þakka öllum þeim sem mættu á fundinn og fyrir frábæra samveru um kvöldið. 

Stjórn kom saman 26. september og hlakkar til að hefja nýtt starfsár. 

Kveðja, Kristín Th. Þórarinsdóttir, formaður.