Félag talmeinafræðinga gaf út Talfræðinginn nú á dögunum, tímarit félagsins sem gefið er út annað hvert ár. Þema blaðsins er málþroski og læsi og er félagið virkilega stolt að útkomunni. Ritnefnd á vegum félagsins vann hörðum höndum að útgáfu blaðsins og eiga miklar þakkir fyrir alla vinnuna. Haldið var útgáfuhóf til að fagna blaðinu sem var vel sótt.