Mig langar að þakka öllum þeim félögum fyrir sem sóttu aðalfund félagsins 10. september sl. Flottur hópur mætti og gaman að sjá andlit nýrra félaga í bland við þá eldri.
Aðalfundurinn var með hefðubundnu sniði og gekk vel. Eva Engilráð stýrði fundinum með prýði eins og henni er einni er lagið. Anna Ósk Sigurðardóttir og Anna Berglind Svandóttir skráðu allt niður eins og lífið lægi við.
Umræður um þóknun til samningarneefndar sköpuðust og samþykkti fundurinn að hækka upphæð fyrir fundarsetu í samræmi við gjaldskrá SÍ. Endurskoða á næsta aðalfundi að ári. Óbreytt árgjald.
Rannveig Rós Ólafsdóttir sagði frá starfi ritefndar við Talfræðinginn. Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir kom upp og bauðst til að svara spurningum félagsmanna um stöðu samninga við SÍ. Bryndís Guðmundsdóttir vakti athygli á Norrænni málstolsráðstefnu sem haldin verður í júní 2024.
Skipað var í stjórn og nefndir félagsins, ánægjulegt að sjá hversu margir sátu áfram í nefndum.

Réttindanefnd, siðanefnd, íðorðanefnd, ritnefnd, uppstillingarnefnd og fræðslunefnd haldast óbreyttar. Brynja Jónsdóttir heldur áfram sem tengliður við Fræðagarð og Auður Hallsdóttir sem vefstjóri. Hildur Edda Jónsdóttir fráfarandi gjaldkeri kemur inn sem skoðunarmaður reikninga fyrir Sigríði Magnúsdóttur og situr þá þar með Sonju Magnúsdóttur.
Harpa Stefánsdóttir og Anna Valgerður Svansdóttir koma inn í samninganefnd. Erla Agnes gaf áfram kost á sér og þá vantar enn tvo aðila.
6. mars nefnd var ekki kosin sérstaklega heldur mun stjórn leita til aðila sem tengjast þema ársins.
Marta Eydal mun setjast í ESLA nefndina með Þóru Sæunni Úlfsdóttur. Elva Bergþóra Brjánsdóttir bauð sig fram í samfélagsmiðlanend og mun sitja með Tinnu Sigurðardóttur.

Ný stjórn var kosin.
Kristín Th. Þórarinsdóttir formaður
Aðalmenn: Birta Kristín Hjálmarsdóttir, Eva Engilráð, Erla Hafsteinsdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir
Varamenn: Brynja Björgvinsdóttir og Erna Þráinsdóttir

Ég þakka ölllum þeim sem mættu á fundinn.

Ný stjórn kemur saman 5. október og mun þá samþykkja aðalfundargerð sem svo verður gerð aðgengileg félagsmönnum. Í kjölfar fundar verður haft samband við nefndir um komandi verkefni.

Kristín Th. Þórarinsdóttir, formaður FTÍ