Félagið hélt á dögunum stefnumótunarfund fyrir félagsmenn, tilgangur fundarins var að
  • Skapa eldmóð og virkja félagsmenn
  • Leggja grunn að sameiginlegri sýn – sameiginlegum tilgangi
  • Virkja möguleikahugsun (eftir langan tíma af streði)
  • Forgangsraða mikilvægum verkefnum svo auðveldara sé að setja skýran fókus inn í áframhaldandi vinnu
Stjórn vill þakka öllum þeim sem tóku þátt í stefnumótunarvinnu þann 19. mars sl. Við vonumst til að virkja áfram félaga í áframhaldandi vinnu með okkur á næstunni.