Félagið óskar Bryndísi Guðmundsdóttur innilega til hamingju með afhendingu fálkaorðunnar nú á dögunum. Félagið er einstaklega stolt af Bryndísi og þakklátt fyrir hennar framlag í þágu talmeinafræðinnar og starfi hennar innan stéttarinnar. Bryndís hefur í yfir 30 ár unnið ötult frumkvöðlastarf í þágu barna og fullorðinna með tal – og málmein á Íslandi. Bryndís hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan fagsins og komið víða við í störfum sínum sem talmeinafræðingur. Viðurkenningin er svo sannarlega verðskulduð. Hún heldur áfram að vera sterk fyrirmynd og mikill innblástur fyrir talmeinafræðinga.

Til hamingju Bryndís