Dagur málþroskaröskunar DLD verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. október. Af því tilefni verður aðalbygging Háskóla Íslands lýst upp í fjólubláum lit.  

Lagt er til að DLD verði notað samhliða hugtakinu málþroskaröskun til að auðvelda foreldrum og fagfólki að afla sér upplýsinga. DLD stendur fyrir Developmental Language Disorder.

Talmeinafræðingar eru hvattir til að vekja athygli á málstaðnum og fræða um málþroskaröskun DLD.

Hægt er að stilla á íslenskan texta í myndbandinu hér að ofan. Það er gert með því að smella á tannhjólið (Settings) og velja þar: Subtitles – Icelandic.