Í byrjun september var aðalfundur FTÍ haldinn í Keflavík. Sonja Magnúsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins og Kristín Theódóra Þórarinsdóttir tók við af henni. Félag talmeinafræðinga á Íslandi þakkar Sonju fyrir vel unnin störf bæði sem formaður og stjórnarmeðlimur undanfarin ár og óskar Kristínu Theódóru góðs gengis.