Það hefur verið nóg að gera í háskólanum síðasta mánuðinn. Talmeinafræðinemar stóðu í því að verja ritgerðir sínar og stóðu sig allar með glæsibrag.
Við í félaginu hlökkum til að fá þær inn í stéttina okkar og vinna með okkur í framtíðinni.
Hér er listi yfir ritgerðirnar og höfunda þeirra:
Aðalheiður Einarsdóttir – Frásagnargeta 6-18 ára barna, með og án málþroskaröskunar, í íslensku sem öðru máli.
Birta Kristín Hjálmarsdóttir – Þýðing og forprófun á FOCUS-ÍS – Um mat foreldra á félagslegri málnotkun þriggja ára barna.
Brynja Björgvinsdóttir – Réttmætisathugun á Málfærni eldri leiksskólabarna (MELB): Samanburður við málsýni og HLJÓM-2.
Brynja Dögg Hermannsdóttir – Framvinda stams og áhrif á líðan og lífsgæði.
Helena Kjartansdóttir – Réttmætisathugun á málþroskaprófinu Málfærni eldrileikskólabarna (MELB): samanburður við Íslenska þroskalistann.
Hjördís Hafsteinsdóttir – Íslenskukunnátta tvítyngdra barna: Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna.
Jensína Kjerúlf Kristindóttir – Grunnur lagður að skimunartæki fyrir málþroskaröskun fullorðinna.
Ólöf Gunnarsdóttir – Íslenskur kjarnaorðaforðalisti fyrir byrjendur í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum.
Stella Reynisdóttir – Málfærni eldri leikskólabarna (MELB):Athugun á tengslum við Málfærni ungra barna (MUB) og könnun á inntaksréttmæti.
Valdís Björk Þorgeirsdóttir – Réttmætisathugun á málþroskaprófinu Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): samanburður við TOLD-2P og ICS kvarðann.
Til hamingju allar!