Þann 12.maí 2020 var talmeinafræðingum á Íslandi sýndur mikill heiður þegar hópur fékk vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ.

Í flokknum Samfélag hlaut verkefnið „Skimunartækið LANIS. Mat á málþroska þriggja ára barna“ verðlaun að upphæð 1,5 milljónir króna. Að verkefninu kemur stór hópur, þau Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent í talmeinafræði bæði við Læknadeild og Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Þóra Másdóttir lektor og Kathryn Crowe nýdoktor, sem báðar starfa við talmeinafræði við Læknadeild, Þóra Sæunn Úlfsdóttir hjá Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg, Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, Ewa Czaplewska, prófessor í Gdansk í Póllandi, og Sigurgrímur Skúlason, próffræðingur við Menntamálastofnun og aðjunkt við Menntavísindasvið.