Formaður félagsins, Sonja Magnúsdóttir skrifaði pistil í fréttablaðið í tilefni þess að það er Evrópudagur talþjálfunar.
Pistillinn byrjar svona:
Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili af Evrópusamtökum talmeinafræðinga (CPLOL), sem samanstendur af 31 félagi talmeinafræðinga frá 29 Evrópulöndum, með rúmlega 37,000 félagsmönnum. Evrópusamtökin standa árlega fyrir Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars en dagurinn var fyrst haldinn árið 2004 með það í huga að vekja almenning til umhugsunar um hið fjölbreytta starf talmeinafræðinga í álfunni og til að fræða almenning um tjáskiptaraskanir, sem geta komið fram í ýmsum myndum. Nýtt þema er valið á hverju ári sem sérstök áhersla er lögð á að kynna og í ár er þemað lestrar- og ritunarerfiðleikar.