Þann 6.nóvember síðast liðinn var samþykkt að Tjáning, túlkun og raddbeiting yrði gerður að skyldufagi á öllum brautum kennaranámsins við Háskólann á Akureyri. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir talmeinafræðingur sem er heiðursfélagi FTÍ hefur verið ötul við það að tala um röddina og raddheilsu í gegnum tíðina, oftar en ekki fyrir daufum eyrum. Þetta er því mikill sigur fyrir Valdísi og óskum við henni til hamingju með þennan áfanga. Þetta er mikill áfangasigur þar sem allir verðandi kennarar frá HA munu læra að passa upp á röddina, atvinnutæki sitt!