Í kjölfar aðalfundar FTÍ 2019 var tilkynnt um heiðursfélaga félagsins 2019. Að þessu sinni er það dr. Valdís Jónsdóttir sem hlýtur þá nafnbót.

Valdís er einn af stofendum Félags talmeinafræðinga á Íslandi. Hún er frumkvöðull í rannsóknum og vinnu með hljóðvist, heyrn, rödd og raddmein. Valdís hefur flutt fjölda erinda á erlendum ráðstefnum; hún hefur gefið út bækur og fræðirit. Hún er einn af helstu sérfræðingum norðurlandanna í raddvandamálum og hljóðvist. Valdís er óþreytandi kyndilberi raddheilsu og hljóðvistar og síðast í sumar kynnti hún veggspjald á PEVOC ráðsefnu í Danmörku.

Valdís gefur þessa dagana út bókina Radda padda sem ekki má skadda sem er bók ásamt kennsluleiðbeiningum um hvernig má kenna börnum að umgangast röddina sina. Þá er hún meðhöfundur greinarinnar The Others Are Too Loud! Children’s Experiences and Thoughts Related to Voice, Noise, and Communication in Nordic Preschools sem birtist nýlega í tímarintu Frontiers of Psychologi.

www.rodd.is Radda padda