Námskeið um málstol og heilabilun

Heilabilunareining Landspítalans á Landakoti stóð nýverið fyrir námskeiðinu „Ég finn ekki orðin – Málstol sem einkenni í heilabilun“ þar sem þrír talmeinafræðingar frá Landspítala héldu erindi, þær Iris Edda Nowenstein, Ester Sighvatsdóttir og Elísabet Arnardóttir. Helga Eyjólfsdóttir öldrunarlæknir á Landakoti opnaði dagskrána með því að fjalla um birtingarform málstols í heilabilun og í kjölfarið fjallaði Iris Edda Nowenstein um greiningu og meðferð. Ester Sighvatsdóttir fjallaði þá um samskipti við einstaklinga með málstol og Elísabet Arnardóttir átti lokaorðið með erindi um kyngingarvanda. Skráning var öllum opin, bæði fagfólki og aðstandendum, og var þátttaka góð báða dagana.