Á ASHA ráðstefnunni 2018 sem fram fer í Boston 15. – 17. nóvember kynntu þrír íslenskir talmeinafræðingar nýlegar rannsóknir.

Dr. Þóra Másdóttir lektor við HÍ fjallaði um þróun nýrra talgreiningarlista fyrir fullorðna kuðungsígræðsluþega en próf sem nú er notað til talgreiningar fyrir fullorðna kuðungsígræðsluþega á Íslandi er komið til ára sinna auk þess sem hluti þess er ekki staðlaður. Með betri tækni hefur færni til talgreiningar aukist og hafa talgreiningapróf víða erlendis verið endurskoðuð. Tilgangur þessa verkefnis er að þróa nýja talgreiningarlista og forprófa á íslenskum fullorðnum kuðungsígræðsluþegum. Fyrirmynd íslensku listanna er bandarískt próf sem víða er notað. Þar sem ekki er hægt að þýða slíka lista beint voru búnar til formúlur sem byggðust á hljóðkerfislegum og setningafræðilegum þáttum. Auk þess voru bæði fengnir sérfræðingar og óháðir aðilar til að meta eðlileika setninga. Jafngildi lista (erfiðleikastig) var síðan rannsakað með forprófun á tíu fullheyrandi einstaklingum. Í erindinu á ASHA verður fjallað um niðurstöður þessarar forprófunar, mikilvægi þess að semja próf sem þetta á íslensku og ennfremur um mikilvægi samvinnu stétta eins og talmeinafræðinga, málfræðinga og heyrnarfræðinga þegar talgreiningarpróf er þróað. Sigríður er meðhöfundur erindisins sem og Iris Edda Nowenstein sem sat í meistaranefnd Sigríðar.

Dr. Júlíus Friðriksson prófessor við ræddi nokkrar nýlegar niðurstöður sem tilheyra stóru rannsóknarverkefni sem er í gangi í Suður-Karólínu. Þessar niðurstöður lúta að mismunandi þáttum sem mögulega geta veitt okkur grunnspárgildi fyrir meðferðarsvörun. Í ljósi þess að einstaklingar bregðast ekki allir við á sama hátt er mikilvægt að bera kennsl á þá þætti sem hægt er að nota í klínískum aðstæðum til að meta hvaða einstaklingar megi eiga von á meiri/minni framförum.

Þá var einnig að finna á ráðstefnunni veggspjöld með niðurstöðum dr. Jóhönnu Einarsdóttur dósent við Menntavísindasvið og Írísar Aspar Bergþórsdóttur um niðurstöður á langtímarannsókn á meðferðarheldni stammeðferðar. Niðurstöðurnar studdu foreldramiðaða meðferð við stami.