Síðastliðinn föstudag stóð Félag talmeinafræðinga á Íslandi fyrir námskeiði um notkun kjarnaorðaforða við innleiðingu á tjáskiptatækni (AAC). Talmeinafræðingurinn bandaríski Gail Van Tatenhove fræddi okkur um efnið, en þetta hefur verið hennar hugðarefni í rúma þrjá áratugi og starfar hún bæði sem ráðgjafi í skólakerfinu í Orlando og á eigin vegum. Námskeiðið sóttu ríflega 30 manns, jafnt talmeinafræðingar, sérkennarar, kennarar og leiðbeinendur, sem vinna með þeim sem nýta sér tjáskiptatækni (AAC) ýmiss konar. Góður rómur var gerður að námskeiðinu, enda fyrirlesarinn fullur af fróðleik og eldmóði.

Heimasíða Gail Van Tatenhove er stútfull af gagnlegum tenglum, vefnámskeiðum og upplýsingum: http://www.vantatenhove.com/

Námskeiðið var styrkt af Velferðarráðuneytinu.