Miðar á tix.is

Viðburðurinn á Facebook

Kjarnaorðaforði (e. Core vocabulary) er lykilatriði í tjáskiptum. Hér verður skoðað hvernig hægt er að nýta kjarnaorðaforða innan kennslustofunnar og tengja hann við sjónrænan stuðning, fyrirmynd og beina orðaforðakennslu. Oft er mikil áhersla á grunnþarfir og sértækar aðstæður þegar verið er að útbúa tjáskiptakerfi fyrir nemendur með flóknar tjáskiptatruflanir. Sá orðaforði sem er tiltækur fyrir barnið inniheldur því oft nær einungis hlutbundinn og aðstæðubundinn orðaforða þar sem talið er að þau orð séu “létt“ og fullnægi þörf einstaklingsins til að tjá sig. Sú nálgun sem hér er boðuð felur í sér að leggja áherslu á kjarnaorðaforða í stað aðstæðubundins orðaforða. Þá er aðstæðubundnu tjáskiptakerfi skipt út fyrir kerfi með aðgengilegum kjarnaorðum sem hægt er að nota óháð umhverfi og með hvaða viðmælanda sem er. Á þessu námskeiði verður farið í aðferðir til að útfæra kennsluumhverfi sem styður við innlögn kjarnaorðaforða.

Námskeiðið er ætlað talmeinafræðingum, kennurum, þroskaþjálfum, leiðbeinendum og öðrum fagaðilum sem sinna nemendum með flóknar hreyfi og tjáskiptaþarfir.

Gail Van Tatenhove er sjálfstætt starfandi talmeinafræðingur og vinnur hún með börnum og fullorðnum sem nota óhefðbundnar tjáskiptaaðferðir og tjáskiptatæki. Hún hefur staðið að þróun tjáskiptatækjabanka, þróun á meðferðarformi og meðferðarefni fyrir þjálfun á tjáskiptatækni, tekið þátt í verkefnum á sviði tjáskiptatækni á vegum samtaka talmeinafræðinga í Bandaríkjunum (ASHA) og verið virk í bandarískum samtökum sem tengjast tjáskiptatækni.

Yfirskrift á námskeiðs á ensku: Creating Core Vocabulary Environments for Students with Complex Motor and Communication Needs

Verð:
25.apríl-31.maí: 23.000
1.júní-10.ágúst: 30.000

Námskeið er frá 9:00 – 16:00.

Athugið að síðasti skráningardagur er 10.ágúst.

Námskeiðið fer fram á ensku