20. mars síðastliðinn varði Marta Eydal mastersverkefni sitt.

Ritgerðin heitir Börn sem eru sein til máls, orðaforðaþjálfun barns á þriðja ári.

Leiðbeinendur voru Jóhanna Einarsdóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingar.

Við óskum Mörtu til hamingju með áfangann og hlökkum til að fá enn einn talmeinafræðinginn í stéttina okkar.