Evrópuráð talmeinafræðinga (CPLOL) heldur ráðstefnur á þriggja ára fresti. Næsta ráðstefna verður 10.-12. maí 2018 í Lissabon, Portúgal.

Hægt er að skila inn útdráttum fyrir 15. október 2017. Hér er hægt að nálgast fréttablað CPLOL þar sem eru upplýsingar um hvernig á að skila inn útdráttum.

Heimasíða ráðstefnunnar með öllum helstu upplýsingum er www.cplolcongress2018.eu og opnaði fyrir skráningu 1. september 2017.