Í síðastliðinni viku var haldið Hanen námskeiðið „It takes two to talk“ á Íslandi.  Námskeiðið er einungis ætlað talmeinafræðingum og öðlast þátttakendur réttindi til að halda Hanen námskeið fyrir foreldra. Kennari námskeiðsins var Judy Ball (M.S.; C.C.C., SLP (C) sem hefur leitt Hanen námskeið í yfir 25 ár auk þess að hafa víðtæka reynslu af klínískri vinnu með skjólstæðingum á stofu sem og kennslu á háskólastigi. Á heimasíðu Hanen Centre er að finna greinagóðar upplýsingar um námskeiðið og önnur námskeið á þeirra vegum. Þetta var skemmtilegt tækifæri fyrir íslenska talmeinafræðinga að öðlast þessi réttindi og voru það talmeinafræðingarnir Ásthildur Bj. Snorradóttir og Eyrún Ísfold Gísladóttir hjá Talþjálfun Reykjavíkur sem stóðu að skipulagningunni.

Á myndinni eru þátttakendur ásamt kennara og skipuleggjendum námskeiðsins.