Síðastliðinn föstudag hélt FTÍ málstofu um gagnreyndar aðferðir í starfi talmeinafræðinga. Fyrirlesari var Dr. Hazel Roddam.
Fjallað var um gagnreyndar aðferðir, skilgreiningar, mikilvægi þeirra, rannsóknargrunn í faginu og þær hindranir sem verða á veginum. Áhersla málstofunnar var hagnýt, hvernig við getum aukið vægi rannsókna og þekkinga í starfi okkar, hvernig við getum unnið saman að því að afla þekkingar og deila henni, hvar við getum fundið gagnlegar upplýsingar og hlutverk FTÍ í tengslum við gagnreyndar aðferðir. Mikið var um umræður á málstofunni og verða umræðupunktar teknir saman af stjórn FTÍ.