Á morgun, föstudaginn 2. desember verður haldið málþing til heiðurs Sigríði Magnúsdóttur, talmeinafræðingi. Sigríður er með doktorsgráðu frá Boston háskóla i talmeinafræði, hún var yfirtalmeinafræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, vann ötullega að stofnun námsbrautar í talmeinafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt og leiðbeint fjölmörgum nemum. Málþingið verður haldið í Læknagarði, stofu 343, kl. 16-18. Að erindum loknum verður boðið upp á léttar veitingar.
Erindi sem verða flutt:
Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og sérfræðingur hjá Miðju máls og læsis setur þingið og sér um fundarstjórn
Jóhanna Thelma Einarsdóttir, dósent við HÍ og talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur
– Þegar nám í talmeinafræði varð að veruleika
Þóra Másdóttir, lektor við HÍ og talmeinafræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
– Helstu rannsóknarviðfangsefni Siggu
Ester Sighvatsdóttir, talmeinafræðingur á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi
– Mál- og tjáskiptageta sjúklinga með Alzheimerssjúkdóm og væga heilabilun: rannsókn undir handleiðslu Sigríðar Magnúsdóttur
Sigríður Arndís Þórðardóttir, talmeinafræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
– Skilningur ungra barna á ólíkum setningagerðum: rannsókn undir handleiðslu Sigríðar Magnúsdóttur
Elísabet Arnardóttir, yfirtalmeinafræðingur á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi
– Sigga vinnufélagi
Haukur Hjaltason, taugalæknir á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi
– Samstarf og rannsóknir á taugadeild
Þórunn Hanna Halldórsdóttir, aðjúnkt við HÍ, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi
– Með kveðju frá FTÍ
Friðrik Rúnar Guðmundsson, talmeinafræðingur á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
– Talþjálfun í árdaga
Allir eru velkomnir.