Nýlega var Dr. Valdís Jónsdóttir, talmeinafræðingur, gerð að heiðursfélaga í the Finnish Society for Voice Ergonomics. Markmið þessa félagsskapar er að kalla saman sérfræðinga í raddvernd og vinnuvistfræði raddar og styðja við þverfaglegt samstarf á því sviði, en Finnar eru mjög framarlega á þessu sviði á heimsvísu. Haldin eru málþing á þeirra vegum á 3-5 ára fresti. Valdís hefur verið virkur þátttakandi í félaginu og haldið fyrir þau mörg erindi. FTÍ sendir Valdísi innilegar hamingjuóskir með þennan heiður sem henni hefur verið sýndur.