Ný heimasíða Félags talmeinafræðinga á Íslandi hefur nú litið dagsins ljós. Samið var við fyrirtækið Tactica um vefsíðugerð. Vefurinn er uppsettur í WordPress sem er vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum.

Ástæða breytinganna var meðal annars sú að eldri síðan hafði lent í endurteknum árásum tölvuþrjóta og hefur síðan legið niðri af þeim orsökum. Við vonum að nýja síðan eigi eftir að koma að góðum notum og að félagsmenn og aðrir áhugasamir um fagið verði duglegir að heimsækja hana.

Einnig er vert að benda á að undanfarið hefur verið unnið að því að skanna inn öll tölublöð Talfræðingsins og verða þau gerð aðgengileg hér á síðunni þegar þeirri vinnu er lokið.

Áfram mun FTÍ nota Facebook síðu félagsins til að miðla fréttum og áhugaverðu efni auk þess sem nýjar fréttir og aðrar upplýsingar verða reglulega birtar á nýju heimasíðunni.