Í maí 2016 var haldinn aðalfundur Evrópuráðs talmeinafræðinga (CPLOL) í Aþenu þar sem kosin var ný stjórn. Dr. Þóra Másdóttir, talmeinafræðingur, var kosin varaforseti og stjórnandi nefndar um menntunarmál. FTÍ óskar henni til hamingju og fagnar því að Íslendingar eigi fulltrúa í stjórn CPLOL.