Haustið 2010 hófst nám í talmeinafræði við Háskóla Íslands og hafa verið teknir inn nýir nemar annað hvert ár síðan. Í júní síðastliðnum brautskráðust sjö kandídatar með meistarapróf í talmeinafræði frá Háskóla Íslands. Þetta voru Sigfús Helgi Kristinsson, Íris Edda Nowenstein, Helga Hilmarsdóttir, Rósa Hauksdóttir, Ása Birna Einarsdóttir, Droplaug Heiða Sigurjónsdóttir og Rósalind Kristjánsdóttir (sem vantar á myndina). Félag talmeinafræðinga á Íslandi óskar þeim til hamingju með áfangann.