Dr. Júlíus Friðriksson, talmeinafræðingur og prófessor í talmeinafræði við Suður Karolínu háskóla hlaut ásamt samstarfsfélögum sínum 1,3 milljarða króna styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni NIH.

Styrkurinn var veittur til þess að stofna vísindamiðstöð sem vinnur að rannsóknum á sviði endurhæfinga eftir heilablóðfall. Einnig til að rannsaka hvernig aldur, kyn og heilbrigði hefur áhrif á endurhæfingu einstaklinga með málstol eftir heilablóðfall.

Júlíus hefur haldið fyrirlestra fyrir Félag talmeinafræðinga á Íslandi og miðlað af þekkingu sinni af þjálfun einstaklinga með málstol eftir heilablóðfall. Áhugavert verður að fylgjast með rannsóknum hans og samstarfsfélaga hans í framtíðinni.

Frétt Suður Karolínu háskóla um styrkveitinguna