FTÍ hélt vel sótt námskeið sl. föstudag þar sem fyrirlesari var Sheila MacDonald, kanadískur talmeinafræðingur með mikla reynslu af þjálfun einstaklinga með heilaskaða. Áhersla námskeiðsins var á einkenni og meðferð eftir vægan áunninn heilaskaða með vísun í þær rannsóknir sem fyrir liggja.

Mikil áhersla var lögð á teymisvinnu í kringum þennan hóp og voru fulltrúar margra starfsstétta á staðnum. Það er mikil þörf á aukinni umræðu um málefni þessa hóps svo hægt sé að þjónusta hann betur og efla þannig samfélagsþátttöku og lífsgæði.

Við þökkum fyrirlesaranum fyrir frábært erindi og þátttakendum fyrir komuna.