Búið er að opna fyrir skráningu á námskeiðið „When mild is not mild“ sem Félag talmeinafræðinga á Íslandi heldur þ. 9. október næstkomandi.
Fyrirlesari er Sheila MacDonald sem er kanadískur talmeinafræðingur. Sheila hefur yfir 25 ára reynslu af því að starfa með einstaklingum með heilaskaða, aðstandendum og fagfólki. Hún er einnig höfundur greiningarprófsins FAVRES sem talmeinafræðingar nota til að meta einkenni vitrænnar tjáskiptaskerðingar hjá fólki með heilaskaða (e. cognitive-communicative disorder).
Tími: 9. október 2015. kl. 9 – 16
Staðsetning: Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, jarðhæð
Heilaskaði getur haft mikil áhrif á líf og færni einstaklingsins. Einkennin eru margvísleg en í vægari tilvikum er færniskerðing oft ógreinileg öðrum en þeim sem standa honum næst. Hér er rætt um afleiðingar vægs heilaskaða á daglegt líf, nám og vinnu og úrlausnir í endurhæfingu.
Athugið að námskeiðið er ætlað fagfólki sem starfar með þessum hópi fólks.
Skráning fer fram á heimasíðu félagsins, talmein.is