Stjórn Félags talmeinafræðinga á Íslandi (FTí) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Bandalags háskólamanna (BHM) í yfirstandandi kjaradeilu. Kjör háskólamenntaðra sérfræðinga, þ.m.t. talmeinafræðinga, sem starfa hjá ríkinu eru félaginu áhyggjuefni. Kostnaður við háskólanám er hár, ábyrgð sérfræðinga oft mikil og slæmt að sjá að starf þeirra og sérfræðiþekking sé ekki metin að verðleikum. Atgervisflótti háskólamenntaðra starfsmanna er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi í dag. FTÍ hvetur stjórnvöld til að taka alvarlega þá stöðu sem upp er komin og leggja sitt af mörkum svo hægt sé að leysa deiluna.