Málþing FTÍ um meðferð taugafræðilegra tjáskiptatruflana sem haldið var í samkomusal Reykjaludnar 26. mars sl. var mjög vel heppnað.
Forstjóri Reykjalundar, Birgir Gunnarsson setti málþingið og kunnum við honum og Reykjalundi miklar þakkir fyrir.
Sigríður Magnúsdóttir fjallaði um MND og hlutverk talmeinafræðings í MND teymi Landspítalans.
Þórunn Hanna Halldórsdóttir talaði um taltog (speech entrainment) sem meðferð við krónísku málstoli.
Ingunn Högnadóttir fjallaði um málstol og hvernig hægt er að þjálfa viðmælendur.
Ólöf Guðrún Jónsdóttir hélt erindi um raddþjálfun fólks með parkinssons sjúkdóminn og hvernig hópþjálfun hefur reynst.
Síðasta erindið var erindi Sigurðar Jónssonar sem fékk blóðtappa í heila fyrir sjö árum. Hann er með hægri helftarlömun og málstol eftir áfallið. Hann sagði sögu sína og hvernig han hefur með mikilli þrautseigju náð langt og stefnir enn lengra. Hans skilaboð voru „að gefast ekki upp“.
Í tengslum við málþingið tók Stöð 2 viðtal við hann og Esther Óskarsdóttur eiginkonu hans. Einnig var talað við Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, formann FTÍ. Hér má nálgast umfjöllunina.
Við þökkum fyrirlesurum fyrir erindin og gestum fyrir komuna.