Fimmtudaginn 26. mars 2015 stendur Félag talmeinafræðinga á Íslandi fyrir málþingi um meðferð taugafræðilegra tjáskiptatruflana. Málþingið verður haldið kl. 13 – 16 í samkomusal Reykjalundar – Endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS. Allir sem hafa áhuga á málefninu eru velkomnir og aðgangur er ókeypis en við biðjum fólk að skrá sig með því að senda póst á netfangið talmein@talmein.is.
Dagskrá:
Kl. 13:00 Setning málþings
Kl. 13:10 MND – veikir á Íslandi
Sigríður Magnúsdóttir, talmeinafræðingur Landspítala og dósent HÍ
Kl. 13:30 Taltog sem meðferð við málstoli
Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur Reykjalundi
Kl. 13:55 Einstaklingar með málstol: þjálfun viðmælenda
Ingunn Högnadóttir, talmeinafræðingur Landspítala
Kl.14:20 Kaffihlé
Kl.14:40 Hópþjálfun Parkinsonssjúklinga
Ólöf Guðrún Jónsdóttir talmeinafræðingur Reykjalundi
Kl.15:05 Þrautseigja –aldrei að gefast upp
Sigurður Jónsson
Kl.15:30 Pallborðsumræður – ræðumenn sitja fyrir svörum.
Kl. 16:00 Málþingi slitið