Í dag er Evrópudagur talþjálfunar. Dagurinn er tileinkaður áunnum tjáskiptatruflunum af taugafræðilegum orsökum, þar má nefna málstol, þvoglumæli, munnlegt/mállegt verkstol og vitræna tjáskiptaskerðingu. Orsakir geta verið heilablóðfall, heilaáverki, súrefnisskortur í heila, heilaæxli eða taugasjúkdómar.

Slagorðið í ár er: „Þegar málið er skert er talþjálfun málið“.