Úrslit ljósmyndakeppninnar sem efnt var til af stjórn FTÍ voru kynnt á jólafundinum 1. desember síðastliðinn.

Alls bárust 24 myndir og þökkum við kærlega þeim sem tóku þátt.

Hugmyndin með keppninni var að fá félagsmenn til að senda inn myndir sem tengdust starfi talmeinafræðinga á einhvern hátt og hægt væri að nota á heimasíðu félagsins.

Við þökkum kærlega ABC leikföngum, Spilavinum, Kruðeríi Kaffitárs og Borgarleikhúsinu fyrir veglega vinninga.

Í fimm efstu sætunum voru:

  1. sæti: Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, Þóra Másdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Eva Engilráð Thoroddsen og Margrét Samúelsdóttir
  2. sæti: Ólöf Guðrún Jónsdóttir
  3. sæti: Bryndís Guðmundsdóttir með mynd sem Olga Björt Þórðardóttir tók fyrir Víkurfréttir (send inn með leyfi Olgu)
  4. sæti: Sonja Magnúsdóttir
  5. sæti: Ólöf Guðrún Jónsdóttir

Vinningsmyndin er hér fyrir neðan og var titill hennar „Talmeinafræðingar á hvolfi en styðja vel hver við annan“