Félag talmeinafræðinga á Íslandi hélt jólafund 1. desember síðastliðinn.

Á fundinum var kynning á MiMi málörvunarefninu og var mjög áhugavert að heyra hvernig það verkefni byrjaði og hefur þróast. Nýtt þjálfunarefni Hljóðasmiðja Lubba var til sýnis. Einnig var þjálfunarefnið Lærum og leikum með hljóðin til sýnis auk þess sem dregnir voru út happdrættisvinningar frá Lærum og leikum.

Úrslit ljósmyndakeppninnar voru kynnt en alls bárust 24 myndir. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin.

  1. sæti: Starfsfólk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, Þóra, Hrafnhildur, Friðrik, Eva og Margrét
  2. sæti: Ólöf Guðrún Jónsdóttir
  3. sæti: Bryndís Guðmundsdóttir
  4. sæti: Sonja Magnúsdóttir
  5. sæti: Ólöf Guðrún Jónsdóttir

Vinningsmyndirnar verða birtar á síðunni á næstu dögum.

Stjórn FTÍ þakkar öllum kærlega fyrir þessa notalegu jólastund.