Stjórn Félags talmeinafræðinga á Íslandi býður félagsmönnum á jólafund mánudaginn 1. desember nk. frá kl.20-22. Tilgangurinn er að koma okkur í jólaskap og eiga notalega stund saman, sumir vilja e.t.v. ræða málefni líðandi stundar en aðrir fá hugmyndir að þjálfunarefni með jólaþema…

Úrslit ljósmyndasamkeppninnar verða tilkynnt, veitt verða verðlaun fyrir fyrst þrjú sætin og eru veglegir vinningar í boði. Enn er hægt að senda inn myndir en frestur er til 30 nóvember. Hvetjum alla til að senda inn myndir.

Höfundar málörvunarefnisis MIMI ætla að kynna fyrir okkur þeirra efni.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna félagsmönnum nýútgefið efni (eða eldra) er boðið að gera það á fundinum, en mikilvægt er að láta vita á netfangið talmein@talmein.is. Hugmyndin er að setja fram borð/bása með sýnishornum en ekki er gert ráð fyrir kynningum í fyrirlestraformi.

Jólafundurinn verður haldinn í sal Flugvirkjafélags Íslands sem er staðsettur í Borgartúni 22.

Hvetjum alla félagsmenn til að mæta og þiggja jólalegar veitingar í boði félagsins.
Stjórn FTÍ