Stjórn FTÍ hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
Stjórn Félags talmeinafræðinga á Íslandi lýsir yfir eindregnum stuðningi við kjarabaráttu Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. FTÍ tekur undir áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins að því er varðar versnandi starfsumhverfi og slök launakjör. Atgervisflótti háskólamenntaðra starfsmanna er ein af þeim alvarlegu hættum sem steðja að íslensku samfélagi í dag. FTÍ hvetur stjórnvöld til að setja heilbrigðismál í forgang og finna leiðir til að styrkja innviði þess, m.a. með því að bæta starfsaðstöðu og gera samkeppnishæfa kjarasamninga við lækna og aðra háskólamenntaða sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins.