Málefli, Hagsmunasamtök í þágu barna og unglinga með tal og málþroskaröskun, heldur námskeið fyrir foreldra og aðstandendur barna með málþroskaröskun. Námskeiðið verður haldið fyrir hádegi laugardaginn 25.10.2014 og er gjaldfrjálst. Tinna Sigurðardóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir talmeinafræðingar og Elín Soffía Sigurðardóttir sálfræðingur halda erindi á námskeiðnu.
Talmeinafræðingum eru beðnir um að benda skjólstæðingum sínum á námskeiðið svo sem flestir geti nýtt sér það.
Skráning fer fram á málefli@malefli.is. Sætafjöldi er takmarkaður.